Færsluflokkur: Bílar og akstur
23.6.2009 | 19:05
Einelti
Ég held að ríkið ætti þá að greiða öryrkjum og ellilífeyrisþegum bætur vegna eineltis. Þar sem sá Stærri hefur algera stjórn á lífi hins minni máttar!
Ríkið ræður hvaða laun við höfum eða höfum ekki, hvernig við búum eða ekki hvort einhver " viðmiðunarlaun" séu 1.3 millj eða 480 þús! Og svo mætti lengi telja. Og ofaná á allt hvort settur verði á LÁGLAUNASKATTUR!!! Er enginn heima hjá þessu fólki??????? Eða eins og einn maður myndi orða þetta "jaja þetta er náttúrulegta bilun" eða hálfvitaskapur, fyrir mér er þetta niðurlæging og það telst til Eineltis!! Reiður öryrki, fullur af vanmætti gagnvart Ríkinu.
Fær miskabætur vegna eineltis á vinnustað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2009 | 09:18
Velkomin með samúðarkveðjum
Velkomin í góðæri örykja og ellilífeyrisþega!
Þetta höfum við þurft að búa við í mörg ár og ef það var slæmt fyrir getið þið rétt ímyndað ykkur okkar stöðu í dag.
Ef við áttum lítið fyrir eigum við ekkert í dag.
þessum háu herrum og Frúm þessa lands datt td sú " frábæra hugmynd" í hug að VÍSITÖLUTRYGGJA húsaleigu bæði hjá féló og ÖBÍ, en þeim "datt ekki í hug að gera það sama við húsaleigubæturnar" !!
Við höfum lengi lifað í þessu kolruglaða ríki, við þurfum td að þeysa á milli stofnanna með pappíra og bréf hvern mán til að eiga rétt á að fá hitt og þetta endurgreitt.
Eins og td skólamat barnanna okkar, ég meina hver borgar skólamatinn? Jú Reykjavíkurborg og hver endurgreiðir? jú Reykjavíkurborg. Meina hverslags vitleysa er þetta.?
Haldið þið að það sé auðvelt fyrir öryrkja og aldraða að þurfa að þeysast um alla borg með pappíra og blöð, lifum við ekki á tölvuöld? Margt af þessu fólki er heldur ekki ferðafært og er upp á aðra komið með aðstoð í þessu rugli.
Einu sinni bauð ég launafólki þessa lands að lifa á mínum launum einn mánuð, en fékk engin viðbrögð. Nú er svo komið að fullt af þessu fólki er að upplifa þennan hrylling sem það er að vera kominn upp á náð og miskunn stjórnvalda þessa lands.
Þið eigið alla mína samúð. Það er hreint hvelvíti að vera í þessum sporum.
Eins og stendur í fréttinni" Sumir nýrra umsækjenda eru öryrkjar sem hafa HINGAÐ TIL GETAÐ ÞRAUKAÐ EN NÁ NÚ EKKI ENDUM SAMAN!!!!
Fyrirgefið en öryrkjar hafa ekki NOKKURN TÍMANN GETAÐ NÁÐ ENDUM SAMAN! Sem segir ykkur allt sem segja þarf um BLINDU STJÓRNVALDA fyrir lítilmaganum í þessu "FRÁBÆRA" landi okkar!
VIÐ FENGUM EKKERT GÓÐÆRI OG NÚ ER ÞAÐ HALLÆRI!
Þið hin sem eruð án atvinnu og upplifið þennan vanmátt að geta ekki séð fyrir ykkur og fjölskyldum ykkar, velkomin í okkar hóp, við höfum verið þarna allan tímann.
Samúðarkveðjur
152% fjölgun umsókna eftir neyðaraðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.1.2009 | 12:43
Meira bullið!
Að banna öldruðum manni í tómri blokk að hafa gæludýr, er ein sú mesta vitleysa sem ég hef heyrt.
Samkvæmt því sem ég best veit þarf að hafa vilyrði allra íbúa til að meiga halda gæludýri í fjölbýli, og þar sem maðurinn er einn, ekki einu sinni þjónusta á staðum, sé ég ekki vandamálið.
Þetta kallar bara á enn meiri einangrun mannsins og er mannvonska að mínu mati.
Í Guðanna bænum leyfið manninnum að hafa félagskap af einhverju dýri þar sem hann fær ekki einu sinni það sem hann á rétt á að hafa,þe nágranna og þjónustuna.
Einbúinn við Suðurlandsbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.1.2009 | 08:58
Meira bullið
Breytingar á leigumarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |