Færsluflokkur: Bílar og akstur

Einelti

Ég held að ríkið ætti þá að greiða öryrkjum og ellilífeyrisþegum bætur vegna eineltis. Þar sem sá Stærri hefur algera stjórn á lífi hins minni máttar!

Ríkið ræður hvaða laun við höfum eða höfum ekki, hvernig við búum eða ekki hvort einhver " viðmiðunarlaun" séu 1.3 millj eða 480 þús! Og svo mætti lengi telja. Og ofaná á allt hvort settur verði á LÁGLAUNASKATTUR!!! Er enginn heima hjá þessu fólki??????? Eða eins og einn maður myndi orða þetta "jaja þetta er náttúrulegta bilun" eða hálfvitaskapur, fyrir mér er þetta niðurlæging og það telst til Eineltis!! Reiður öryrki, fullur af vanmætti gagnvart Ríkinu.


mbl.is Fær miskabætur vegna eineltis á vinnustað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velkomin með samúðarkveðjum

Velkomin í góðæri örykja og ellilífeyrisþega!
 Þetta höfum við þurft að búa við í mörg ár og ef það var slæmt fyrir getið þið rétt ímyndað ykkur okkar stöðu í dag.
 Ef við áttum lítið fyrir eigum við ekkert í dag.

þessum háu herrum og Frúm þessa lands datt td sú " frábæra hugmynd" í hug að VÍSITÖLUTRYGGJA húsaleigu bæði hjá féló og ÖBÍ, en þeim "datt ekki í hug að gera það sama við húsaleigubæturnar" !!

 Við höfum lengi lifað í þessu kolruglaða ríki, við þurfum td að þeysa á milli stofnanna með pappíra og bréf hvern mán til að eiga rétt á að fá hitt og þetta endurgreitt.

Eins og td skólamat barnanna okkar, ég meina hver borgar skólamatinn? Jú Reykjavíkurborg og hver endurgreiðir? jú Reykjavíkurborg. Meina hverslags vitleysa er þetta.?

Haldið þið að það sé auðvelt fyrir öryrkja og aldraða að þurfa að þeysast um alla borg með pappíra og blöð, lifum við ekki á tölvuöld? Margt af þessu fólki er heldur ekki ferðafært og er upp á aðra komið með aðstoð í þessu rugli.


 Einu sinni bauð ég launafólki þessa lands að lifa á mínum launum einn mánuð, en fékk engin viðbrögð. Nú er svo komið að fullt af þessu fólki er að upplifa þennan hrylling sem það er að vera kominn upp á náð og miskunn stjórnvalda þessa lands.

Þið eigið alla mína samúð. Það er hreint hvelvíti að vera í þessum sporum.

Eins og stendur í fréttinni" Sumir nýrra umsækjenda eru öryrkjar sem hafa HINGAÐ TIL GETAÐ ÞRAUKAÐ EN NÁ NÚ EKKI ENDUM SAMAN!!!!

Fyrirgefið en öryrkjar hafa ekki  NOKKURN TÍMANN GETAÐ NÁÐ ENDUM SAMAN!   Sem segir ykkur allt sem segja þarf um BLINDU STJÓRNVALDA fyrir lítilmaganum í þessu "FRÁBÆRA" landi okkar!

VIÐ FENGUM EKKERT GÓÐÆRI OG NÚ ER ÞAÐ HALLÆRI!

Þið hin sem eruð án atvinnu og upplifið þennan vanmátt að geta ekki séð fyrir ykkur og fjölskyldum ykkar, velkomin í okkar hóp, við höfum verið þarna allan tímann.

Samúðarkveðjur


mbl.is 152% fjölgun umsókna eftir neyðaraðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira bullið!

Að banna öldruðum manni í tómri blokk að hafa gæludýr, er ein sú mesta vitleysa sem ég hef heyrt.

Samkvæmt því sem ég best veit þarf að hafa vilyrði allra íbúa til að meiga halda gæludýri í fjölbýli, og þar sem maðurinn er einn, ekki einu sinni þjónusta á staðum, sé ég ekki vandamálið.

Þetta kallar bara á enn meiri einangrun mannsins og er mannvonska að mínu mati.

Í Guðanna bænum leyfið manninnum að hafa félagskap af einhverju dýri þar sem hann fær ekki einu sinni það sem hann á rétt á að hafa,þe nágranna og þjónustuna.


mbl.is Einbúinn við Suðurlandsbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira bullið

Þetta er alveg nákæmlega það sama og Ö.B.Í býður upp á og féló.Vísitölu- tryggða leigu. Af þeim ástæðum er ég sem öryrki í skuld við Ö.B.Í. og sé ekki fram á að geta greitt þá skuld, þar sem laun mín duga í mesta lagi til 15. hvers mánaðar, eftir það er ég upp á góðmennsku annnara komin. Félagmálastofnun er með sama kerfi þannig að kostirnir eru báðir jafn slæmir. Kannski maður fari að svipast um á hinum almenna markaði, það virðist vera skárri kostur, en hefur hingað til verið öfugt. Það er alveg til skammar að þessar tvær stofnanir sem ættu að vera til fyrir þá sem minnst hafa milli handanna skuli vera með hæstu leiguna eins og staðan er í dag. Bæði féló og Ö.B.Í fela sig á bak við húsaleigubætur, sem eiga að koma í staðinn fyrir niðurgreitt húsnæði frá sveitarfélögum eins og var áður en vísitölunni var skellt á. En því miður hækkaði leigan samt um ca 20 þús við þessar breytingar, þannig að fólk er verr statt en það var fyrir þennan gjörning. Ég vil endilega bjóða þeim sem vilja að lifa á mínum skömmtuðu launum frá T.R. og reyna að ná endum saman með 50þús á mán eftir greiðsluþjónustuna, sem er afborgun af bíl+ tryggingar+ lán, upp á 2 millur, sem tekið var til að borga fermingu, útskrift stúdents og vanskil hjá Ö.B.Í en dugði ekki til að fullgreiða þeim. Ég  ekki í leiguhúsnæði í dag, en bý inn á vinum og vandamönnum með 14 ára dóttur mína.ýmsir aðrir hafa ekki fengið greitt t.d vodafone, og rúv og hef ég engann afgang til að hvað þá að reyna að semja við þá, því ég hef ekkert að semja um, það er enginn tekjuafgangur eftir, að hafa greitt bensín, skólamat, lyf og lækniskostnað, allur munaður er ekki til í minni orðabók í dag.Ef að börnin mín ættu ekki föður sem hjálpaði þeim, gætu þau ekki menntað sig, né stundað nein áhugamál, hann sér alfarið um þau mál og meira að segja fatnað. Ég er ekki aflögufær um neitt. Vill einhver vera ég? Hafi manni fundist ömurlegt hlutskipti að vera öryrki hér áður fyrr, ja þá er maður alger aumingi í dag og upplifir sig sem slíkann. Öll reisn, og stolt, og sjálfsbjargarviðleitni er farin út í veður og vind. Ég vil þakka öllum þeim sem eru að mótmæla helgi eftir helgi og sýna reiði þjóðarinnar, í mínum huga eru þau að gera mér greiða þar sem ég er ekki í stakk búin til að vera þar sjálf vegna minna veikinda. Mótmælendur eiga allan minn stuðning, og ríkisstjórn þessa guðsvolaða lands ætti að skammast til að hlusta á fólkið í landinu og fara að kröfum þeirra. Hver byggir þetta land? Hver hefur haldið þessu landi á floti? Við komumst alltaf að sömu niðurstöðu, hinn almenni borgri! Fólkið sem vinnur við verkastörfin, hvort sem það er í fiski, á sjó, bændur eða aðrir verkamenn og konur. Vísitölur og Verðtryggingu af! TAKK FYRIR ekkert stjórn þessa lands! Megi þið sofa vært með ykkar milljónir á mánuði!!!!!!!
mbl.is Breytingar á leigumarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband