Hvað með íslendinga?

Ég er bara venjulegur íslendingur, einstæð móðir með 2 börn, öryrki og upp á ríkið komin með ALLT, laun, húsnæði, og meira að segja þrif.

Ég er sem sagt öryrki, og mun verða til enda. Ekki mitt val og ömurleg staða að vera í, hvers vegna?

Jú ÖRYRKJAR þessa guðdómlega lands sem er fullt af mannúð til annara landa og leggur til fé og aðstoð að öllu leiti til flóttafólks og innflytjenda eru skítugu börnin hennar Evu,  ósýnileg!!

Við þurfum alla daga að fást við veikindi eða aðra örorku okkar og það verður að segjast eins og er að  við höfum varla afgangs orku né getu til að arka á milli staða og betla út allt sem við þurfum, til að geta lifað sómasamlegu lífi í þessu guðdómlega landi, gnægða og gnótta.  En það er okkur boðið upp á.

Ég vildi innilega vera ein af þessu flóttafólki til að sjá fram á að fá aðstoð, en nei þvi miður ég er BARA íslendingur og má því eiga mig, enginn á úrræði fyrir mig, og ég sé fram á að lenda á götunni af því að  leiga hjá ÖBÍ er svimandi há miðað við greiðslur TR.

Eitt sinn var ég vinnandi manneskja meira að segja hörkudugleg sem slík, en lenti í því óláni 30 ara gömul að verða öryrki vegna ættgega gena. Þá reyndi ég í mörg ár að vinna alla þá sjálfboðavinnu sem ég gat í stjórnum hinna og þessa félaga sem tengdust börnunum mínum td skólanum, tónlistarskólanum, skátunum svo kvenfélagi staðarins, og meira að segja verkalýðsfélagi svæðisins, því ég vildi reyna að legga eitthvað af mörkum til að vera ekki eins þungur baggi á þjóðfélagiu eins og hægt var. Um þá mundir var ég gift og hafði því fyrirvinnu líka, en leiðir skildu og síðan hefur lífið verið stanslaus barátta um að vera tekin sem gildur þegn í þessu guðdómlega landi allsnægta.

En NEI það er ekki í boði, sorry þú átt ekki nógu bágt, þú hefur þak yfir hausinn og bíl á láni, ekki okkar mál að þú getir ekki með þessi skömmtuðu laun náð endum saman. Til að ná endum saman má ég ekki hafa stöð 2, ekki eiga bíl, ekki hafa ADSL, ekki hafa síma, ekki halda veislu fyrir fermingarbarnið, ekki fyrir nýorðinn stúdentinn, ekki bjóða upp á neinn skyndibitamat, ekki fara i bíó með börnunum, ekki hreyfa mig úr rassi yfirhöfuð, því leigan og afborganir af einum litlum bíl eru að sliga mig. Og nota bene það er engin stórfjöslkylda á bak við mig sem hægt er að leita til með hjálp. Enda á bara venjuleg fjölskylda nóg með sig í óðaverðbólgunni og öllu hafaríinu sem þessir yndislegu ráðamenn þjóðarinnar bjóða okkur uppá.

HISSA? Eru þið hissa? Ég er gapandi HISSA að öllu þessu fólki skuli verið boðið inn í þetta land sem getur ekki einu sinni séð sómasamlega um sitt eigið fólk, í sínu eigin landi.

Hvernig væri að taka til í sínum eigin garði áður en ráðist er í að taka til í annarra görðum? Ja ég bara spyr.

Ég hef EKKERT  á móti því að landið sé fyllt af flóttafólki sem á hvergi höfði sínu að halla, en ég er á móti því að ENGAR LAUSNIR eru handa íslendingum sem eiga hvergi höfði sínu að halla.

Mér finnst umræðan um trú eða trúleysi fólksins svo algert aukaatriði að það hálfa væri helmingurinn. Allir eiga rétt á sinni trú eða trúleysi, og allir eiga rétt á lágmarks lífsgæðum í landi sem er eins blómstrandi og ísland, en það er ekki raunin, og þess vegna er ég á móti þessu, ekki fólkinu sem slíku heldur HÁU HERRUM OG FRÚM  þessa lands sem bjóða ekki sínu fólki til borðs við allsnægtirnar en sleikja afturendann á erlendum ráðamönnum með þessum aðgerðum sínum. 

Þetta er HRÆSNI á HÆSTA STIGI!  

Flóttafólk og innflytjendur verið velkomin til landsins, vonandi endist ykkur heilsa og geta til að vinna og afla ykkur viðurværis, því annars Guð hjápi ykkurSick sorry en þarf að enda þetta varð flökurt. 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka þér; áhrifamikla grein, Svanfríður. Vona; að þú fáír notið hugleiðinga þinna, í friði, hér á Mbl. is.

Það er einmitt; fyrir þennan málflutning minn, að ég held, að ég sé ekki velkominn hér, hjá mbl.is, þar sem ég legg til, að mál innfæddra Íslendinga séu lagfærð, áður en hrekklausu fólki, að utan, er boðið hingað, til að lifa við svipuð kjör, og ykkur öryrkjum eru ætluð, því miður.

Gangi þér; allt í haginn.

Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband