12.2.2009 | 09:18
Velkomin með samúðarkveðjum
Velkomin í góðæri örykja og ellilífeyrisþega!
Þetta höfum við þurft að búa við í mörg ár og ef það var slæmt fyrir getið þið rétt ímyndað ykkur okkar stöðu í dag.
Ef við áttum lítið fyrir eigum við ekkert í dag.
þessum háu herrum og Frúm þessa lands datt td sú " frábæra hugmynd" í hug að VÍSITÖLUTRYGGJA húsaleigu bæði hjá féló og ÖBÍ, en þeim "datt ekki í hug að gera það sama við húsaleigubæturnar" !!
Við höfum lengi lifað í þessu kolruglaða ríki, við þurfum td að þeysa á milli stofnanna með pappíra og bréf hvern mán til að eiga rétt á að fá hitt og þetta endurgreitt.
Eins og td skólamat barnanna okkar, ég meina hver borgar skólamatinn? Jú Reykjavíkurborg og hver endurgreiðir? jú Reykjavíkurborg. Meina hverslags vitleysa er þetta.?
Haldið þið að það sé auðvelt fyrir öryrkja og aldraða að þurfa að þeysast um alla borg með pappíra og blöð, lifum við ekki á tölvuöld? Margt af þessu fólki er heldur ekki ferðafært og er upp á aðra komið með aðstoð í þessu rugli.
Einu sinni bauð ég launafólki þessa lands að lifa á mínum launum einn mánuð, en fékk engin viðbrögð. Nú er svo komið að fullt af þessu fólki er að upplifa þennan hrylling sem það er að vera kominn upp á náð og miskunn stjórnvalda þessa lands.
Þið eigið alla mína samúð. Það er hreint hvelvíti að vera í þessum sporum.
Eins og stendur í fréttinni" Sumir nýrra umsækjenda eru öryrkjar sem hafa HINGAÐ TIL GETAÐ ÞRAUKAÐ EN NÁ NÚ EKKI ENDUM SAMAN!!!!
Fyrirgefið en öryrkjar hafa ekki NOKKURN TÍMANN GETAÐ NÁÐ ENDUM SAMAN! Sem segir ykkur allt sem segja þarf um BLINDU STJÓRNVALDA fyrir lítilmaganum í þessu "FRÁBÆRA" landi okkar!
VIÐ FENGUM EKKERT GÓÐÆRI OG NÚ ER ÞAÐ HALLÆRI!
Þið hin sem eruð án atvinnu og upplifið þennan vanmátt að geta ekki séð fyrir ykkur og fjölskyldum ykkar, velkomin í okkar hóp, við höfum verið þarna allan tímann.
Samúðarkveðjur
152% fjölgun umsókna eftir neyðaraðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Athugasemdir
Heyr,heyr....
TARA, 12.2.2009 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.